Þjóðhættir
Þjóðhættir #471:06:00

Slysa­frá­sagn­ir, skiln­ing­ar­vit­in og lykt

Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Vilborgu Bjarkadóttur þjóðfræðing. Vilborg hafði lokið myndlistarnámi þegar hún kom inn í þjóðræðina og hefur sá bakgrunnur mótað hana sem rannsakanda, en strax í listnáminu fékk hún áhuga á sögnum og þá sérstaklega veikindasögum.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Í meistaranámi sínu í þjóðfræði ákvað Vilborg svo að rannsaka slysafrásagnir, en hún lauk meistaranámi í þjóðfræði árið 2018 og meistararitgerð hennar ber yfirskriftina Þjáning/tjáning: Gildi sagnamennsku í bataferli eftir slys. Í þeirri rannsókn ræddi Vilborg við einstaklinga sem höfðu lent í alvarlegu slysi og skoðaði meðal annars hvaða gildi það hafði fyrir þessa einstaklinga að segja frá því sem þeir höfðu lent í og hvernig og hvaða skilningavit komu við sögu í minningum fólks um atburðinn og í bataferlinu á eftir. 

Vilborg miðlaði einnig rannsókn sinni með sýningu á Heilsustofnunn Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Á sýningunni voru sögur fólksins sagðar, auk þess sem það valdi hluti sem endurspegluðu slysið eða bataferlið á einhvern hátt. 

Vilborg hefur í framhaldinu fengist við ólík skilningarvit í rannsóknum sínum og meðal annars skoðað hvernig lykt og áferð móta minningar okkar og upplifun af heiminum. Árið 2023 komu út sex útvarpsþættir sem Vilborg vann í samstarfi við Áka Guðna Karlsson þjóðfræðing, þar sem þau skoðuðu ólíkar víddir þefskynsins. Útvarpsþættirnir heita Þefvarpið og er hægt að nálgast þá á efnisveitu Ríkisútvarpsins. 

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands. 



Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hafmeyjan með stóru brjóstin
    Eitt og annað · 08:24

    Haf­meyj­an með stóru brjóst­in

    12 tilraunir til að gera skatta skemmtilegri
    Sif · 06:02

    12 til­raun­ir til að gera skatta skemmti­legri

    Enn lengist biðin
    Eitt og annað · 08:20

    Enn leng­ist bið­in

    Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
    Sif · 06:15

    Óskemmti­leg upp­lif­un við Leifs­stöð