Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður ræðir um mál Ívars, sem tapaði málshöfðun á hendur ríkinu í kjölfar handtökunnar og afleiðinga hennar. Sigurður Örn hefur notað mál Ívars sem dæmi í kennslu laganema. Faðir Ívars og framkvæmdastjóri Geðhjálpar tjá sig einnig um málið.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur staðið í ströngu undanfarin misseri. Hörð gagnrýni hefur beinst að Samkeppniseftirlitinu, meðal annars frá stærstu samtökum atvinnulífsins, SA og Viðskiptaráði. Nú síðast sakaði forstjóri Síldarvinnslunnar eftirlitið um að fara offari vegna boðaðrar skoðunar á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni.
Páll ræðir um þessi mál og hugmyndir um róttækar breytingar á Samkeppniseftirlitinu, sem hann og fleiri hafa gagnrýnt harðlega. Nýbirt skýrsla um áætlað tap íslensks almennings af samráði skipafélaganna verður einnig til umræðu, fyrirhuguð skýrslugerð Eftirlitsins fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi ekki samrýmast hlutverki Eftirlitsins að gera ætti að beiðni og með fjármagni úr sjávarútvegsráðuneytinu.
Athugasemdir