Lenya Rún Taha Karim, varaþingkona Pírata og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, verða í Pressu í dag en þær hafa ítrekað orðið fyrir fordómum vegna uppruna síns og hafa áhyggjur af aukinni hörku í garð útlendinga á Íslandi, sérstaklega þeirri sem þær segja að beinist nú að flóttafólki og hælisleitendum.
Í þáttinn koma einnig þær Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ í málefnum innflytjenda og flóttafólks á vinnumarkaði.
Þá verður birt brot úr viðtali Heimildarinnar við Jasminu Vajzović. Þar bregst hún við umdeildri færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Facebook. Jasmina, sem fyrir 27 árum neyddist til að flýja stríðsástand í Bosníu og Hersegóvínu, segir málflutning utanríkisráðherra stórhættulegan.
Athugasemdir (3)