Pressa
Pressa #9

Pressa #9: Sundr­ung vegna út­lend­inga­mála

Innflytjendur segjast margir hverjir slegnir yfir því sem fólk hefur skrifað á samfélagsmiðla og víðar um útlendinga í kjölfar færslu utanríkisráðherra um tjaldbúðir á Austurvelli sem hann sagði vera hörmung. Herða þurfi reglur um hælisleitendamál. Við ræðum um óróleika og sundrung í samfélaginu sem hefur afhjúpast í vikunni. Við tölum einnig um ástandið í Palestínu og viðbrögð eða viðbragðaleysi yfirvalda við því og aukinn straum flóttafólks í heiminum en talið er að í lok þessa árs verði 131 milljón á flótta.
· Umsjón: Margrét Marteinsdóttir

Lenya Rún Taha Karim, varaþingkona Pírata og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, verða í Pressu í dag en þær hafa ítrekað orðið fyrir fordómum vegna uppruna síns og hafa áhyggjur af aukinni hörku í garð útlendinga á Íslandi, sérstaklega þeirri sem þær segja að beinist nú að flóttafólki og hælisleitendum.

Í þáttinn koma einnig þær Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ í málefnum innflytjenda og flóttafólks á vinnumarkaði.

Þá verður birt brot úr viðtali Heimildarinnar við Jasminu Vajzović. Þar bregst hún við umdeildri færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Facebook. Jasmina, sem fyrir 27 árum neyddist til að flýja stríðsástand í Bosníu og Hersegóvínu, segir málflutning utanríkisráðherra stórhættulegan. 

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Gnarr jarðsetur Pírata, óvinsæl spurning til Selenskí, einkaskilaboð Kristrúnar og Klaustur-endurfundir
Pod blessi Ísland #1 · 1:00:00

Gn­arr jarð­set­ur Pírata, óvin­sæl spurn­ing til Selenskí, einka­skila­boð Kristrún­ar og Klaust­ur-end­ur­fund­ir

Symbiosis: Súrdeig, melting, molta, skyr og aðrar óstýrlátar örverur
Þjóðhættir #53 · 35:49

Symb­i­os­is: Súr­deig, melt­ing, molta, skyr og aðr­ar óstýr­lát­ar ör­ver­ur

80 ár frá Bagration, mestu sókn Rauða hersins
Flækjusagan · 11:44

80 ár frá Bagrati­on, mestu sókn Rauða hers­ins

Bílaframleiðendur með öndina í hálsinum
Eitt og annað · 07:49

Bíla­fram­leið­end­ur með önd­ina í háls­in­um