Rætt er við norska lækninn Morten Rostrup um mannúðarkrísuna á Gaza vegna árása Ísraelshers. Hann hefur starfað á átakasvæðum víða um heim á vegum Lækna án landamæra. Í kjölfar þess verða Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, í pallborðsumræðu í beinni útsendingu til að ræða málefni Palestínu.
Í síðari hluta Pressu verður svo viðtal við Guðlaug Þór Þórðarsson umhverfisráðherra, sem talar frá Sameinuðu arabísuku furstadæmunum, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir, og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, segir frá hver raunveruleg þróun hlýnandi veðurfars hefur verið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar sem kom af loftslagsráðstefnunni í nótt, Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfisnefndar Alþingis, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræða svo loftslagsmálin í beinni útsendingu.
Athugasemdir (5)