Efnisorð
Eigin konur #901:03:00
Hinn fullkomni þolandi er ekki til
Niðurstaðan í dómsmáli leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard, er áhyggjuefni fyrir þolendur ofbeldis. Sú niðurstaða gæti valdið því að fólk sem stígur fram og lýsir því að hafa verið í ofbeldissambandi, án þess að nafngreina geranda og án þess að tilgreina sérstök atvik þess efnis eða tímasetningar eigi á hættu að vera kærð fyrir þau ummæli. „Þá værum við farin að sjá ansi mikla og kröftuga þöggun, það væru áhrifin sem þetta væri að hafa og það er óskandi að slíkt gerist ekki,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í viðtalið við Eddu Falak í nýjasta þætti Eigin kvenna.
Athugasemdir