Eigin konur #781:14:00
Gígja, Kolla og Brynja
Edda Falak ræðir við Gígju, Brynju og Kollu sem voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Þær lýsa því hvernig þær voru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi. Fyrverandi skólastjóri talaði meðal annars um valdbeitingu, sem þurfti að beita til að stöðva óæskilega hegðun. Hendir maður barni niður stiga fyrir óæskilega hegðun? Fáir virðast vilji axla ábyrgð á ofbeldinu sem átti sér stað á Laugalandi, en í lok apríl á að skila niðurstöðum rannsóknar á aðstæðum barna sem voru vistuð þar. Þær hversu erfið biðin eftir niðurstöðum hefur verið. „Það gerði taugakerfinu mínu eitthvað, minnstu áföll valda mér mikill vanlíðan, líkamlegum verkjum þar með talið. Þetta hefur undið þannig upp á sig að ég hef glímt við mjög mikla áfallastreitu síðustu mánuði.“
Athugasemdir (2)