Íslendingar byrjuðu að mæla hitastig á landinu frekar snemma og eru til samfelldar hitamælingar aftur til 1830. Þessar mælingar sýna svo ekki verður um villst að frá 19. Öld fram til dagsins í dag hefur orðið veruleg hækkun hitastigs á landinu.
Þetta eru meðalhitatölur á Snæfellsnesi, þaðan sem elstu samfelldu hitamælingar koma. Hitinn hefur leitað upp. Það eru þó mælanleg kuldaköst á tímabilinu.
Undanfarin ár hefur hitahækkunin verið sérstaklega hröð. Hraðari en vísindamenn gera almennt ráð fyrir að eigi sér stað. Mögulega er það bæði afleiðing loftslagsbreytinganna allra ogleiðrétting á kuldaköstunum á síðustu öld.
Breytingarnar sem orðið hafa á veðurfari og afleiðingar þeirra eru sjáanlegar í umhverfinu nú þegar. Hitastigið hefur hækkað nógu mikið til að heilu jöklarnir hafa bráðnað.
Haustið 2014 var jökullinn Ok til að mynda afskráður sem slíkur þegar hann var hættur að skríða undan eigin þunga.
Árið 2019 var haldin minningarstund um Ok og reistur skjöldur þar sem hann áður stóð með áletruninni: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“
Vonir íslenskra vísindamanna til þess að endurheimta jöklana eru engar. Í stað þess er horft til þess að þeir tapist ekki nema að hluta.
Svona eru jöklarnir á Íslandi í dag, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar.
Þetta eru útlínur jökla eins og Veðurstofan og Jarðvísindastofnun telja að jöklarnir hafi litið út í lok 18. aldar.
Jafnvel þó að skrúfað yrði fyrir útblástu gróðurhúsalofttegunda strax í dag myndi það ekki stöðva bráðunina. Jöklar eru gríðarstórir og það tekur þá áratugi að bregðast við hitabreytingum. Þær breytingar sem þegar hafa orðið, og engar vonir eru um að gangi til baka, munu gera það að verkum að stærsti jökull landsins, Vatnajökull, gæti enn minnkað um helming.
"Jöklarnir eru stærri nú en þeir voru við landnám en vandi er að áætla í tölum hve miklu munar. Þó má gera ráð fyrir að 10-20% munur sé ekki fjarri lagi."
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=54186
Nu skedur tetta umm allan heim fra Nordurpol til Sudurpols. Hnattræn hlinun er ekki bara hækkandi hitastig eins og teir virdast telja sem halda ad Island se øll planetan,
Hnatræn hlinun er ekki bara bradnun jokla,a Islandi eda Sviss og Austuriki tad er bara sma brot af heildar mindini fyrst og fremst verda meiri øfgar i vedri td i formi úrkomu bradnunar ofsakulda ofsahita mikilli aukningu á ofsavedrum meir urkoma sumstadatr minni urkoma annarstadar a planetuni Jørd mikil aukning a skogareldum flóðum jørd verdur oræktanleg eins og er ad ske vida og allt er tetta ad ske i beinni utsendingu vida umm heim. Tegar tetta er svo lagt allt saman ta veldur tad hækkun a hitastigi a jørðini asamt hækkun sjavarbords, to fjølmentadir kommenta serfrædingar a Fascebook,sem oftar en ekki eru bædi covid serfrædingar hernadar serfrædingar samsæris kenninga serfrædingar og almennir serfrædingar i øllum stærri atburdum sem ske a planetuni jørd haldi ødru framm,