Við erum stödd hér á landamærum Úkraínu og Póllands nálægt landamærabænum Medyka í Póllandi. Það er tíður straumur flóttamanna hér yfir bæði gangandi og í nánast öllum farartækjum sem er hægt að nota. Þetta virðist vera ágætlega skipulagt. Það er mikið af bæði innlendum og erlendum sjálfboðaliðum sem eru á svæðinu að sjá til þess að fólk komist yfir en eingöngu konur og börn fá að fara yfir þar sem það er búið að setja herskyldu í landinu. Við ræddum við nokkra flóttamenn hér sem eru að reyna að komast yfir landamærin og eiga mögulega eftir að þurfa að skapa sér nýja framtíð í Vestur-Evrópu. Við skulum heyra hvað þau hafa að segja.
Hvaðan ert þú að koma?
Ég kom frá Berdychiv.
Það er í miðju landi?
Það er á Zhytomyr-svæði. Það er norðarlega fyrir miðju Úkraínu.
Og af hverju ert þú að fara?
Ég ætla að heimsækja börnin mín. Þau eru í Póllandi núna.
Koma þeim fyrir í Póllandi svo þú vitir að þau eru örugg og þú getir komið til baka?
Já til að ganga úr skugga um það og til að fá að taka utan um þau.
Nákvæmlega. Þetta er erfitt. En ertu tilbúinn að taka upp riffil og verjast?
Já að sjálfsögðu því þetta er okkar land og okkar ríki og við eigum að gera þetta. Ég get ekki sagt að mig langi í raun að gera þetta en ég verð að gera þetta. Líka af því að börnin mín ættu líklega að koma hingað aftur einhvern tímann. Og hvað eiga þau eftir að sjá nema nýtan skóla, ónýtan spítala. Ég get ekki sagt að ég hati Rússa eða eitthvað slíkt. Nei. Ég á vini í Rússlandi. Eða að minnsta kosti átti ég vini. En, það eru margt venjulegt fólk,en ég veit ekki af hverju þau fylgja þessari stjórn í blindni. Ég get ekki útskýrt það. En ég vil ekki sjá Úkraínu sem hluta af Rússlandi. Ég vil sjá Úkraínu vera sjálfstætt ríki. Og nú er stundin. Ég vil að börnin mín eigi sér framtíð sem verður líklega betri sem hluti af Evrópusambandinu frekar en Rússlandi.
Ykkar eigið sjálfstæða ríki?
Já auðvitað.
Hvað gerðir þú fyrir stríðið?
Ég seldi búnað fyrir framleiðslu á ostum, nasli, og fleiru.
Þú ert ekki atvinnuhermaður?
Nei auðvitað ekki.
Þú hefur aldrei skotið úr riffli?
Úr alvöru? Nei. Ég get skotið en ég veit ekki hvernig er að að halda á alvöru byssu og skjóta lifandi fólk. Ég hef ekki hugmynd um hvernig það er.
Hræðir það þig, að þú gætir þurft þess?
Já líklega. Líklega. En það fer eftir ýmsu. Ef ég er að reyna að verja mig, ef ég er að reyna að verja börnin mín hagsmuni okkar og sjálfstæði okkar eða ef ég vildi bara skjóta einhvern. Auðvitað vil ég það ekki.
Þú vilt ekki skjóta aðra manneskju?
Nei. Engin venjulegur maður vill skjóta annan mann. Að minnsta kosti ekki án ástæðu. Þetta er þannig.
Heldurðu að þið getið unnið þetta? Heldurðu að þið munið lifa af sem þjóð?
Ég vona. Ég bara vona. Auðvitað þurfum við, og ég vona að við fáum, hjálp frá öðrum þjóðum og framvegis. Því ég held að allir viti alla vega núna að Pútín stoppar ekki endilega í Úkraínu. Líklega er hann svo brjálaður að hann fer miklu lengra.
Athugasemdir