Sögustundin #926:40
Eyrún Ingadóttir
Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti var mikið náttúrubarn og dýravinur en átti erfitt með mannleg samskipti. Sigríður er þekktust fyrir baráttu sína gegn áformum um að virkja Gullfoss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í fossinn ef hann fengi ekki að vera í friði. Konan sem elskaði fossinn er söguleg skáldsaga eftir Eyrúnu Ingadóttur sem skrifaði fyrst um Siggu frá Brattholti fyrir þrjátíu árum. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á baráttukonum fyrri tíma.
Athugasemdir