Hvernig getum við lifað sjálfbærara og betra lífi fyrir okkur sjálf og heiminn þegar kemur að því hvað við látum ofan í okkur? Gestur Þjóðhátta að þessu sinni er Auður Viðarsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði. Auður vinnur nú doktorsrannsókn sína um hvernig við getum breytt sambandi okkar við mat og neysluvenjum okkar í átt að aukinni sjálfbærni. Auður segir frá þverfaglegu rannsóknarverkefni sem hún tekur þátt í þar sem hún hefur meðal annars tekið viðtöl við fólk sem hefur breytt um matarræði og þá um leið neysluvenjum sínum með stórkostlegum hætti, til dæmis með því að verða grænkerar. Þá segir hún einnig frá öðrum hluta verkefnisins, tilraunaeldhúsi sem fór fram á Hallormsstað þar sem fólki var boðið upp á að prufa sig áfram með hráefni úr náttúrunni og skapa eitthvað nýtt og spennandi.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.







Athugasemdir