Þjóðhættir
Þjóðhættir #7122:58

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verður umfjöllunarefni þáttarins spennandi nýsköpunarverkefni sem tveir nemendur í þjóðfræði, Birta Diljá Ögmundardóttir og Kári Thayer, unnu síðastliðið sumar í samstarfi við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafn Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands og Evu Þórdísi Ebenezerdóttur, doktorsnema í þjóðfræði. Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Að þessu sinni verður umfjöllunarefni þáttarins spennandi nýsköpunarverkefni sem tveir nemendur í þjóðfræði, Birta Diljá Ögmundardóttir og Kári Thayer, unnu síðastliðið sumar í samstarfi við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafn Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands og Evu Þórdísi Ebenezerdóttur, doktorsnema í þjóðfræði. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Kári og Birta segja okkur frá því hvernig þau nálguðust þetta verkefni en það fólst í því að taka viðtöl við ljósmæður um störf þeirra og reynslu og skoða hjátrú sem fylgir því að starfa á þessu sviði. Rannsóknin er unnin í beinu framhaldi af spurningaskrá sem að Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands sendi nýlega frá sér sem ber heitið: Meðganga, fæðing og fyrstu mánuðir barnsins.

Í nýsköpunarverkefninu var lögð áhersla að ná utan um reynslu ljósmæðra, hvernig þær upplifa hjátrú í tengslum við störf sín og reynslu en í viðtölunum kom margt áhugavert í ljós.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
    Þjóðhættir #73 · 42:55

    Jóla­skammt­ur­inn, laufa­brauð og manda­rínu­át

    Færa sig sífellt upp á skaftið
    Eitt og annað · 07:07

    Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið

    Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
    Sif · 03:49

    Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

    Sjálfbærni og matarhættir
    Þjóðhættir #72 · 43:34

    Sjálf­bærni og mat­ar­hætt­ir