Að þessu sinni verður umfjöllunarefni þáttarins spennandi nýsköpunarverkefni sem tveir nemendur í þjóðfræði, Birta Diljá Ögmundardóttir og Kári Thayer, unnu síðastliðið sumar í samstarfi við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafn Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands og Evu Þórdísi Ebenezerdóttur, doktorsnema í þjóðfræði. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Kári og Birta segja okkur frá því hvernig þau nálguðust þetta verkefni en það fólst í því að taka viðtöl við ljósmæður um störf þeirra og reynslu og skoða hjátrú sem fylgir því að starfa á þessu sviði. Rannsóknin er unnin í beinu framhaldi af spurningaskrá sem að Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands sendi nýlega frá sér sem ber heitið: Meðganga, fæðing og fyrstu mánuðir barnsins.
Í nýsköpunarverkefninu var lögð áhersla að ná utan um reynslu ljósmæðra, hvernig þær upplifa hjátrú í tengslum við störf sín og reynslu en í viðtölunum kom margt áhugavert í ljós.








Athugasemdir