Síðast liðið sumar fengu þær Guðrún Júlíana Sigurðardóttir og Anna Karen Amin Kolbeins nemendur í þjóðfræði styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka réttir í samtímanum og sögu rétta í gegnum aldirnar. Verkefnið ber heitið Fjárréttir fyrr og nú. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum: Þjóðfræðistofu, Sauðfjársetrið á Ströndum og bandaríska þjóðfræðinginn Rosa Thornley.
Anna Karen og Guðrún segja frá rannsókninni og hverju þær komust að. Anna Karen rannsakaði réttarbyggingarnar sjálfar en í gangi er skrásetning á staðsetningu rétta og réttarminja um allt land en einnig kafaði hún í fjölbreyttar heimildir um réttir fyrr og nú sem segja sögu þessarrar hausthátíðar á Íslandi frá tímum landnáms Íslands.
Guðrún Júlíana tók viðtöl við átta eintaklinga sem öll hafa farið í réttir og grennslaðist fyrir um hvaða merkingu þessi dagur hefði. Þar kom t.d. í ljós að matur, gott nesti og góðir drykkir voru viss einkenni þessa dags en ólíkt var hvort að fólk upplifði hann sem hátíðlegan eða sem vinnu. Niðurstöður rannsóknarinnar kynntu þær á málþingi á Sauðfjársetrinu þann 12. október en einnig var sett upp sýning þar sem greinir frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.







Athugasemdir