Þjóðhættir
Þjóðhættir #6819:16

Fjár­rétt­ir á Ís­landi fyrr og nú

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Síðast liðið sumar fengu þær Guðrún Júlíana Sigurðardóttir og Anna Karen Amin Kolbeins nemendur í þjóðfræði styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka réttir í samtímanum og sögu rétta í gegnum aldirnar. Verkefnið ber heitið Fjárréttir fyrr og nú. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum: Þjóðfræðistofu, Sauðfjársetrið á Ströndum og bandaríska þjóðfræðinginn Rosa Thornley.

Anna Karen og Guðrún segja frá rannsókninni og hverju þær komust að. Anna Karen rannsakaði réttarbyggingarnar sjálfar en í gangi er skrásetning á staðsetningu rétta og réttarminja um allt land en einnig kafaði hún í fjölbreyttar heimildir um réttir fyrr og nú sem segja sögu þessarrar hausthátíðar á Íslandi frá tímum landnáms Íslands. 

Guðrún Júlíana tók viðtöl við átta eintaklinga sem öll hafa farið í réttir og grennslaðist fyrir um hvaða merkingu þessi dagur hefði. Þar kom t.d. í ljós að matur, gott nesti og góðir drykkir voru viss einkenni þessa dags en ólíkt var hvort að fólk upplifði hann sem hátíðlegan eða sem vinnu. Niðurstöður rannsóknarinnar kynntu þær á málþingi á Sauðfjársetrinu þann 12. október en einnig var sett upp sýning þar sem greinir frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Kuggurinn: Á meðal merkustu fornleifa sem fundist hafa í Danmörku
    Eitt og annað · 08:33

    Kugg­ur­inn: Á með­al merk­ustu forn­leifa sem fund­ist hafa í Dan­mörku

    Hvernig getur þú gert 2026 að árinu þínu?
    Sif · 03:48

    Hvernig get­ur þú gert 2026 að ár­inu þínu?

    Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
    Þjóðhættir #73 · 42:55

    Jóla­skammt­ur­inn, laufa­brauð og manda­rínu­át

    Færa sig sífellt upp á skaftið
    Eitt og annað · 07:07

    Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið