Þjóðhættir
Þjóðhættir #6728:25

Skynj­un ein­stak­linga á návist fram­lið­inna

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Síðast liðið sumar fengu þjóðfræðingarnir Kristín Dögg Kristinsdóttir og Þórunn Valdís Þórsdóttir styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að rannsaka þjóðtrú í samtímanum. Rannsóknin byggir á þjóðtrúarkönnun sem send var út af Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði og Félagsvísindastofnun árið 2023, þar sem bæði var spurt út í trú og reynslu af hinu yfirnáttúrulega.

Kristín og Þórunn segja frá rannsókninni, en síðastliðið sumar tóku þær viðtöl við 22 einstaklinga með fjölbreytta reynslu til dæmis af hugboðum, berdreymi, huldufólki, reimleikum og hinum framliðnu. Þær hafa í framhaldinu lagt sérstaka áherslu á skynjun og reynslu fólks af návist framliðinna. Reynsla viðmælenda þeirra er fjölbreytt, sum sjá framliðna með eigin augum, önnur heyra, finna lykt eða fá ákveðna tilfinningu. Þær ræða einnig um túlkun viðmælenda sinna á næmni og vangaveltur um hvort fólk sé mis næmt.

Kristín og Þórunn munu kynna niðurstöður rannsóknarinnar á Þjóðarspegli, ráðstefnu Félagsvísindasviðs við Háskóla Íslands þann 31. október næst komandi. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hafa sofið á verðinum
    Eitt og annað · 07:23

    Hafa sof­ið á verð­in­um

    Hatar Kristrún Frostadóttir börn?
    Sif · 03:39

    Hat­ar Kristrún Frosta­dótt­ir börn?

    Hver vill búa á hrikalegu jökulskeri?
    Rannsóknir1:27:00

    Hver vill búa á hrika­legu jök­ulskeri?

    Þess vegna ættir þú að lesa eitthvað annað en þennan pistil
    Sif · 04:25

    Þess vegna ætt­ir þú að lesa eitt­hvað ann­að en þenn­an pist­il