Gestir þáttarins eru að þessu sinni Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur og tónlistarkona og Atli Freyr Hjaltason, þjóðfræðingur og tónlistarmaður. Þau segja frá aðkomu sinni að þjóðlistum og starfi Vökufélagsins sem vinnur að eflingu þjóðlistamenningar á Íslandi Á meðal tónlistarflytjenda eru, ásamt Alexöndru og Atla, þau Bára Grímsdóttir, Chris Foster, Gabe Dunsmith, Guðrún Brjánsdóttir, Karl Friðrik Hjaltason, Þorsteinn Björnsson, Vegar Vårdal og Vegard Hansen.
Þjóðhættir #6648:08
Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði.
Umsjón að þessu sinni hafa Auður Viðarsdóttir doktorsnemi og Kristinn Schram dósent í þjóðfræði. Hljóðjöfnun: Egill Viðarsson.
Athugasemdir