Þjóðhættir
Þjóðhættir #6335:22

Flat­eyri, sveppasós­ur og svæðis­vit­und

Gestur þáttarins er Sæbjörg Freyja Gísladóttir þjóðfræðingur. Sæbjörg Freyja er búsett á Flateyri sem var vettvangur meistararitgerðar hennar í þjóðfræði. Þar rannsakaði Sæbjörg hvað felst í svæðivitund þeirra sem búsettir eru á Flateyri og samskipti ólíkra hópa samfélagsins. Sæbjörg hefur enn gaman að því að velta fyrir sér samfélaginu sem hún býr í og hvað hefur áhrif á viðhorf íbúanna þar.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Þar rannsakaði Sæbjörg hvað felst í svæðivitund þeirra sem búsettir eru á Flateyri og samskipti ólíkra hópa samfélagsins. Sæbjörg hefur enn gaman að því að velta fyrir sér samfélaginu sem hún býr í og hvað hefur áhrif á viðhorf íbúanna þar.

Sæbjörg segir einnig frá fjölbreyttum verkefnum sem hún hefur fengist við eftir að hún kláraði nám sitt í þjóðfræði þar sem nýsköpun og nýting á náttúrulegum afurðum og sjálfbærni hafa verið í fyrirrúmi. Hún rak til að mynda fyrirtækið Kalksalt og er nú með nýtt fyrirtæki sem ber yfirskriftina Villt að vestan, og framleiðir meðal annars villisveppasósur. Sæbjörg er einnig bóndi og hefur nýlega gert það sem fáir kannski gera, keypt sér jörð undir búskaparbaslið.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Úkraína prófar þolmörk Rússa
    Úkraínuskýrslan #27 · 08:33

    Úkraína próf­ar þol­mörk Rússa

    Trúarlegar víddir stjórnmála og pólitískar víddir trúarbragða
    Samtal við samfélagið #9 · 56:34

    Trú­ar­leg­ar vídd­ir stjórn­mála og póli­tísk­ar vídd­ir trú­ar­bragða

    100 ára og enn að stækka
    Eitt og annað · 07:06

    100 ára og enn að stækka

    Daður við aðalinn
    Sif · 06:24

    Dað­ur við að­al­inn