Katla hefur fengist við sjálfsmyndir þjóða og norðurslóða í rannsóknum sínum í gegnum árin en í doktorsrannsókn hennar fæst hún hlutverk og merkingu dýra við framsetningu á þjóðerni. Hún skoðar sérstaklega hvernig lundinn hefur orðið þáttur í að markaðssetja Ísland og hvernig geirfuglinn og aldauði hans hefur áhrif í samtímanum. Einnig horfir Katla til þess hvernig ólíkir listamenn hafa tekist á við samfélags – og umhverfisáskoranir í verkum sínum en þar hefur lundinn spilað stórt hlutverk.
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.
Athugasemdir