Þjóðhættir
Þjóðhættir #6123:47

Lund­ar, geir­fugl­ar og sjálfs­mynd þjóð­ar

Gestur þáttarins er Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Katla segir frá leið sinni í þjóðfræðina og meistaranámi í þjóðernisfræðum við Edinborgarháskóla en þjóðernisfræðin er systurfag þjóðfræðinnar þar sem alþjóðasamskipti og þjóðernissjálfsmyndir eru veigamikill þáttur.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Katla hefur fengist við sjálfsmyndir þjóða og norðurslóða í rannsóknum sínum í gegnum árin en í doktorsrannsókn hennar fæst hún hlutverk og merkingu dýra við framsetningu á þjóðerni. Hún skoðar sérstaklega hvernig lundinn hefur orðið þáttur í að markaðssetja Ísland og hvernig geirfuglinn og aldauði hans hefur áhrif í samtímanum. Einnig horfir Katla til þess hvernig ólíkir listamenn hafa tekist á við samfélags – og umhverfisáskoranir í verkum sínum en þar hefur lundinn spilað stórt hlutverk.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Á slóðum þjóðlagatónlistar, þjóðdansa og þjóðernis
    Þjóðhættir #70 · 39:36

    Á slóð­um þjóðlaga­tón­list­ar, þjóð­dansa og þjóð­ern­is

    Eitt þekktasta skip í sögu Danmerkur
    Eitt og annað · 12:12

    Eitt þekkt­asta skip í sögu Dan­merk­ur

    Það sem enginn segir á dánarbeði
    Sif · 04:02

    Það sem eng­inn seg­ir á dán­ar­beði

    Reðursafnið, gestabækur og torfbæir
    Þjóðhættir #69 · 48:49

    Reð­ursafn­ið, gesta­bæk­ur og torf­bæ­ir