Kjartan Páll Sveinsson

Prófessor í íslensku fangelsi
Samtal við samfélagið#6

Pró­fess­or í ís­lensku fang­elsi

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands ræð­ir við Franc­is Pakes, pró­fess­or í af­brota­fræði við há­skól­ann í Ports­mouth í Englandi. Franc­is og Helgi hafa lengi átt í sam­starfi um af­brota­fræði­leg mál­efni einkum mál­efni fang­elsa. Dag­ana á und­an þessu sam­tali heim­sóttu þeir fang­elsi hér á landi og kynntu sér að­stæð­ur og tóku við­töl við bæði starfs­fólk og fanga. Jafn­framt sóttu þeir heim áfanga­heim­il­ið Vernd og Bata­hús­ið og kynntu sér starf­sem­ina auk þess að ræða við yf­ir­völd fang­els­is­mála og lög­regl­unn­ar. Í spjall­inu ræða þeir hvað bar fyr­ir augu og eyru í þess­ari vett­vangs­könn­un. Fyr­ir nokkr­um ár­um dvaldi Franc­is eina viku á Kvía­bryggju og aðra viku á Sogni í rann­sókn­ar­skyni. Hann tók við­töl við bæði fanga og starfs­fólk og í spjall­inu lýs­ir Franc­is upp­lif­un­inni að verja tím­an­um á þess­um tveim­ur stöð­um. Í fram­haldi taka þeir fyr­ir rann­sókn­ir á ástæð­um af­brota og hvað ein­kenn­ir einna helst þau sem ít­rek­að brjóta af sér og koma aft­ur og aft­ur í fang­elsi – og hvað gera þurfi til að snúa þess­ari óheilla­þró­un við. Í lok­in ræða þeir áætlan­ir um fram­tíð­ar­verk­efni sín einkum strok úr fang­elsi.
Sátt í sjávarútvegi – óskhyggja eða raunhæfur möguleiki?
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Sátt í sjáv­ar­út­vegi – ósk­hyggja eða raun­hæf­ur mögu­leiki?

„Fisk­veið­i­stjórn­un á Ís­landi er flók­ið vanda­mál og því full ástæða til þess að skoða marglaga lausn­ir frek­ar en að ginn­ast af gylli­boð­um ein­fald­leik­ans.“ Formað­ur Strand­veiði­fé­lags Ís­lands velt­ir fyr­ir sér sátt í sjáv­ar­út­vegi og seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að ein­fald­ar lausn­ir á flókn­um vanda­mál­um virka aldrei.
Nýlendustefna í norrænum samfélögum
Samtal við samfélagið#4

Ný­lendu­stefna í nor­ræn­um sam­fé­lög­um

Hug­tök eins og ný­lendu­stefna og síð­ný­lendu­stefna heyr­ast æ oft­ar í sam­fé­lagsum­ræð­unni og hef­ur fræða­fólk í ýms­um grein­um skoð­að af­leið­ing­ar slíkr­ar stefnu fyr­ir heims­mynd okk­ar með gagn­rýn­um hætti. Ein slík fræða­kona er Sól­veig Ásta Sig­urð­ar­dótt­ir, doktor í bók­mennt­um frá Rice há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um. Þessa dag­ana starfar hún sem nýdoktor hjá RIKK – Rann­sókn­ar­stofn­un í jafn­rétt­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands, en í því verk­efni er af­ný­lendu­væð­ing há­skóla­mennt­un­ar í nor­rænu sam­fé­lagi skoð­uð. Í doktor­s­verk­efni sínu skoð­aði Sól­veig hvernig ný­lendu­stefn­an birt­ist í verk­um nor­rænna höf­unda á 19. og 20. öld­inni í banda­rísk­um bók­mennt­um. Í hlað­varpi vik­unn­ar ræða þær Sigrún um rann­sókn­ir Sól­veig­ar, um hvað ný­lendu­stefna er og af hverju það skipt­ir máli fyr­ir sam­fé­lög, þar á með­al ís­lenskt sam­fé­lag, að horf­ast í augu við for­tíð­ina sem og að ræða þá þró­un sem hef­ur átt sér stað í banda­rísku sam­fé­lagi síð­ustu ár og ára­tugi, þar sem ann­ars veg­ar hafa ver­ið há­vær­ar kröf­ur um að fjar­lægja minj­ar sem tengj­ast ný­lendu­stefnu en einnig hafa kom­ið upp til­felli þar sem reynt er að koma í veg fyr­ir að skiln­ing­ur á sam­fé­lag­inu veiti fleiri rödd­um að­gang að því að koma sjón­ar­mið­um á fram­færi en var mögu­legt þeg­ar ákveð­in þekk­ing var sköp­uð.
Hvers vegna virðismat starfa?
Samtal við samfélagið#3

Hvers vegna virð­is­mat starfa?

Gest­ur vik­unn­ar er Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stýra Jafn­launa­stofu. Helga Björg er með BA-próf í fé­lags­fræði og MS-próf í við­skipta­fræði með áherslu á stjórn­un og stefnu­mót­un frá Há­skóla Ís­lands. Jafn­launa­stofa er sam­eign­ar­fé­lag í eigu Sam­bands ís­lenskra sveita­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg­ar og hef­ur það hlut­verk að stuðla að launa­jafn­rétti starfs­fólks sveit­ar­fé­laga og veita stjórn­end­um stuðn­ing við að fram­fylgja slíku jafn­rétti. Að­ferða­fræði sveita­fé­lag­anna er að leggja áherslu á virð­is­mat starfa en sú leið virð­ist skila ár­angri, en ár­ið 2019 var óleið­rétt­ur launamun­ur kynj­anna 14,8% á al­menn­um vinnu­mark­aði, 14% hjá Rík­inu og 7,4% hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Í hlað­varp­inu ræða þær Helga og Sigrún af hverju það hef­ur reynst svona erfitt að ná launa­jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­aði og hvaða leið­ir eru fær­ar til að bregð­ast við kynj­uð­um launamun með sér­staka áherslu á hvers vegna virð­is­mat starfa sé lík­legra til að skila ár­angri en ýms­ar aðr­ar leið­ir.
Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?
Samtal við samfélagið#2

Af hverju hef­ur stjórn­mála­traust minnk­að í þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um?

Gest­ur vik­unn­ar er Vikt­or Orri Val­garðs­son, nýdoktor í stjórn­mála­fræði við há­skól­ann í Sout­hampt­on í Bretlandi. Vikt­or lauk doktors­prófi frá sama há­skóla en í doktor­s­verk­efni sínu skoð­aði hann hvers vegna kosn­inga­þátt­taka hef­ur minnk­að í mörg­um þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um, með sér­staka áherslu á hvort og hvernig stjórn­mála­legt sinnu­leysi og firr­ing geti út­skýrt þessa þró­un. Þessa stund­ina tek­ur hann þátt í al­þjóð­legu rann­sókn­ar­verk­efni, Trust­Gov, en það skoð­ar eðli, or­sak­ir, af­leið­ing­ar og mynstur stjórn­mála­trausts á heimsvísu. Hann hef­ur einnig beint sjón­um að því hvernig stjórn­mála­traust skipt­ir máli á tím­um heims­far­ald­urs COVID-19, til að mynda hvaða hlut­verki slíkt traust gengdi í van­trausti til bólu­efna. Í þætti vik­unn­ar seg­ir hann Sigrúnu frá doktor­s­verk­efni sínu en einnig frá þeim verk­efn­um sem hann er að vinna í þessa stund­ina, sem með­al ann­ars tengj­ast stjórn­mála­trausti á Ís­landi í al­þjóð­legu sam­hengi.

Mest lesið undanfarið ár