Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
Hafernir falla blóðugir og vængjalausir til jarðar í vindorkuverum Noregs sem mörg hver voru reist í og við búsvæði þeirra og helstu flugleiðir. Hættan var þekkt áður en verin risu og nú súpa Norðmenn seyðið af því. Sagan gæti endurtekið sig á Íslandi því mörg þeirra fjörutíu vindorkuvera sem áformað er að reisa hér yrðu á slóðum hafarna. Þessara stórvöxnu ránfugla sem ómæld vinna hefur farið í að vernda í heila öld.