
„Starfsmenn hafa verið hræddir“
Á Stuðlum hefur sérstöku öryggis- og viðbragðsteymi hefur verið komið á til að takast á við árásir á starfsmenn og tryggja að þvinganir gagnvart börnum fari faglega fram. Tengsl eru besta forvörnin segir starfandi forstöðumaður en það dugar ekki alltaf til. Starfsmenn hafa lent í því að það er hrækt á þá, þeir bitnir, skallaðir og nefbrotnir. Sparkað hefur verið í hausinn á starfsmani, hár rifið af höfði starfsmanns og brotin tönn.





