
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
„Mér voru gefin erfið spil og þegar þú kannt ekki leikinn er flókið að spila vel úr þeim,“ segir Arnar Smári Lárusson, sem glímdi við alvarlegar afleiðingar áfalla og reyndi allar leiðir til þess að deyfa sársaukann, þar til það var ekki aftur snúið. „Ég var veikur, brotinn og fannst ég ekki verðskulda ást.“ Hann áréttar mikilvægi þess að gefast aldrei upp. „Það er alltaf von.“