Það sem ég hef lært 1Ásta S. FjeldstedHvítur hrafn í óvissu Ótímabær og nístandi dauðsföll í fjölskyldu Ástu S. Fjeldsted, forstjóra Festis, á liðnu ári og veikindi hafa sömuleiðis minnt hana á að lífið er ófyrirsjáanlegt.
Það sem ég hef lærtSvo lengi lærir sem lifir Lærdómssamfélagið, áföll, hversdagsleikinn, feðraveldið, stóru sigrarnir og litlu sigrarnir komu við sögu á árinu þegar Heimildin fékk fólk úr ýmsum áttum til að hripa niður nokkur orð um það sem það hefur lært á lífsleiðinni.
Það sem ég hef lært 1Sonja B. JónsdóttirVið eigum að vera til friðs Sorgin hefur verið lífsförunautur Sonju B. Jónsdóttur frá því að hún missti dóttur sína fyrir 34 árum. Sonja hefur verið leitandi í lífinu en hefur lært að hún þolir ekki fátækt, græðgi og stríð. „Við eigum að vera til friðs!“
Það sem ég hef lærtTómas R. EinarssonGalnar hugmyndir Gáfulegustu og gagnlegustu ákvarðanirnar sem tónlistarmaðurinn og sagnamaðurinn Tómas R. Einarsson hefur tekið í lífinu eiga það sameiginlegt að ganga þvert á það markmið að búa hann undir örugga framtíð.
Það sem ég hef lærtBjarni KarlssonBati frá tilgangsleysi Tilgangsleysið sem hræðir okkur og vekur reiði stafar af mannlegu ranglæti, skrifar séra Bjarni Karlsson. „Hinu óhjákvæmilega í lífinu mætum við með jafnaðargeði en ranglætið fær mannssálin ekki þolað. Þarna er munurinn á Grindavík og Gaza.“
Það sem ég hef lærtMaría Rut KristinsdóttirOfbeldið skilgreinir mig ekki María Rut Kristinsdóttir var búin að sætta sig við það hlutskipti að ofbeldið sem hún varð fyrir sem barn myndi alltaf skilgreina hana. En ekki lengur. „Ég klæddi mig úr skömminni og úr þolandanum. Fyrst fannst mér það skrýtið – eins og ég stæði nakin í mannmergð. Því ég vissi ekki alveg almennilega hver ég væri – án skammar og ábyrgðar.“
Það sem ég hef lærtMagnús Þór JónssonLífið er stærsti lærdómurinn Skólagangan er það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá formanni Kennarasambands Íslands þegar hann veltir fyrir sér hvað hann hefur lært á lífsleiðinni. En fleira kemur við sögu. „Og eiginlega vonlaust að velja eitt, nema kannski að það sé svo allt. Eða?“
Það sem ég hef lært 3Hanna Björg VilhjálmsdóttirAð ná árangri gegn yfirgangi valdahópsins Kennslukona hefur beitt sér fyrir réttlæti og sanngjarnara samfélagi. Kennslukonan hefur lært að bera kennsl á feðraveldið, að skilja hversu skaðlegt það er. Kennslukonan hefur líka lært að feðraveldið er knúið áfram af körlum sem eru hræddir, með minnimáttarkennd, brothættir og þannig eru þeir hættulegastir.
Það sem ég hef lært 2Ragnhildur SverrisdóttirEndurunnir fordómar Ragnhildur Sverrisdóttir, baráttukona og „Ukulella“, hefur lært að auðvelt er að vekja ótta og fordóma og að alltaf finnast einhverjir sem eru tilbúnir til að koma í veg fyrir mannréttindi minnihlutahópa. „Viljið þið láta nota ykkur til að færa mannréttindi aftur um áratugi? Gætið ykkar, því slík réttindaskerðing gæti hitt ykkur sjálf og ástvini ykkar fyrir.“
Það sem ég hef lærtAuður Önnu MagnúsdóttirNei við uppgjöf, já við betri heimi Það er ekki best að gefast upp því það er einfaldlega ekki hægt. Það hefur Auður Önnu Magnúsdóttir lært eftir að hafa fylgst með loftslagsmálum í 30 ár. „Það eru engar aðrar leiðir en að velja baráttu fyrir betri heimi fram yfir uppgjöf. Því annars er maður bara lítið skítseiði.“
Það sem ég hef lært 8Þuríður Harpa SigurðardóttirAndinn er líkamanum sterkari „Ég lærði að viðurkenna vanmátt minn þegar sálin treysti mér loks til að horfast í augu við að ég myndi aldrei aftur hlaupa frjáls út í sumarmorguninn,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sem lét nýverið af störfum sem formaður ÖBÍ eftir sex ár í starfi.
Það sem ég hef lærtBjarni Stefán KonráðssonAð lifa er að læra þá list Bjarni Stefán Konráðsson, íþróttakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, hefur lært að lífið er ekki metið í krónum og aurum og að virði fólks er ekki mælt í menntunarstigi þess. „Fólk sem skreytir sig með alls kyns menntun og gráðum en er stútfullt af fordómum og alhæfingum, er ómenntað að mínu mati,“ skrifar Bjarni.
Áskrift hefur áhrif Heimildin er í dreifðu eignarhaldi og óháð hagsmunaaðilum. Áskrift styður tímafreka rannsóknarblaðamennsku. Ég vil fá áskrift Nei, takk Ertu nú þegar áskrifandi? Skráðu þig inn hér.