
Hlæja og grípa andann á lofti með ókunnugum
Stjórnendur Bíó Paradís létu sig ekki vanta á Cannes-hátíðina og horfðu á tugi mynda til þess að geta valið þær áhugaverðustu til sýninga á Íslandi. Þær eru þaulvanir hátíðargestir eftir margar ferðir í borgina, en lentu í kröppum dansi í fyrstu heimsókninni þegar þær deildu óvart íbúð með öldruðum nýnasista.