
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
Þó svo að hættulega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki lengur í tísku og að Bridget Jones sé ekki lengur talin feit, eru útlitskröfur til nútímakvenna enn óraunhæfar, segir prófessor í félagssálfræði. Hún er þó bjartsýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áður hafi verið kynslóð sem er vísvitandi að berjast gegn því að fólk sé smánað út af útliti.“