,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
Kona sem taldi sig hafa gengist undir skurðaðgerð vegna offitu á sjúkrahúsi erlendis fékk síðar staðfest af lækni hérlendis að aðgerðin hefði ekki verið framkvæmd. Læknir konunnar segir að magaspeglun hafi strax sýnt það. Lögfræðingar sjúkrahússins ytra segja þetta af og frá og hótuðu konunni lögsókn ef hún opinberaði nafn læknisins eða sjúkrahússins.