
Vill lifa lífinu – í stað þess að horfa á aðra gera það
Hin 25 ára Ólafía Sigurðardóttir vill frekar nýta snjallsímann sem vinnutól og hefur því verið að ganga með samlokusíma nánast allt þetta ár. „Ég finn svo skýrt að ég vilji ekki vera í símanum. Mig langar að eyða tímanum og lífinu mínu í eitthvað annað.“