Það sem við vitum um samþjöppun kvótans
Ljóst má vera að tilraunir stjórnmálamanna um að ýta undir hagræðingu í sjávarútvegi með setningu kvótakerfis í upphafi tíunda áratugarins hafi heppnast. Gögn Fiskistofu sýna að stærstu útgerðirnar í dag fari með yfir 70 prósent afla, en sömu útgerðir, eða fyrirrennarar þeirra, aðeins með rúmlega 30 prósent í upphafi kerfisins. Takmarkaðar upplýsingar eru til staðar um þróun fyrirtækja innan kerfisins.