
Ísland vaknar
Ísland stendur frammi fyrir breyttu landslagi í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra kynnti í vikunni tillögu að mótun varnarstefnu sem miðar að því að greina ógnir og varnarbúnað. Gagnrýnendur telja stjórnvöld hafa vanrækt varnarmálin og ekki lagað stefnuna að breyttum veruleika. Prófessor sagði fyrir þremur árum: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætlum við að sofa á verðinum?“