
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
Lilja Sif Þórisdóttir er félagsráðgjafi hjá Akureyrarklíníkinni en hún segir ME og langtíma Covid-sjúklinga gjarnan hafa mætt algjöru skilningsleysi þó að sjúkdómseinkennin hafi verið hörmuleg. Stjórnvöld og samfélagið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæmis með því að bjóða upp á aukin hlutastörf, þegar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.


