
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
„Þegar hann sá passann hennar hrópaði hann upp yfir sig: Iceland, Icelandic disease! og hún sagði honum að hún hefði sjálf veikst af sjúkdómnum,“ segir Óskar Þór Halldórsson, sem skrifaði bók um Akureyrarveikina þar sem ljósi er varpað á alvarleg eftirköst veirusýkinga. Áhugi vísindamanna á Akureyrarveikinni sem geisaði á miðri síðustu öld hefur verið töluverður eftir Covid-faraldurinn.
