Þórður Snær Júlíusson
„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.