

Þórður Snær Júlíusson
Er hægt að gera þjóðarsátt án þess að sætta þjóð?
Íslenska ríkið þarf að finna tugi milljarða króna á ári og breyta kerfum sem hugmyndafræðileg andstaða er við að breyta innan ríkisstjórnar til að mæta kröfum vinnumarkaðarins. Jafnvel þótt það takist þá verður engin þjóðarsátt í íslensku samfélagi. Eftir stendur opið svöðusár sem leiðir af sér djúpstæða tilfinningu meðal almennings um óréttlæti. Enginn sýnilegur vilji er til að græða það sár.











