

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Ísland fyrir Íslendinga
            
            Á sama tíma og útsendingu frá Söngvakeppninni var að ljúka var gerð árás á fjögurra hæða hús á Gaza með skelfilegum afleiðingum. Hér á landi var palestínskur söngvari í Söngvakeppninni hæddur og lítilsvirtur fyrir þátttökuna. Hvað varð eiginlega til þess að virðulegur eldri maður í Hafnarfirði vill senda „helv. Mussann“ heim til Gaza: „Það vill hann enginn hér!“
        








