Þórður Snær Júlíusson
Það skortir sameiginlegan skilning á því hvað felst í samfélagi
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er ekki klisja, heldur staðreynd. Hann á sér fyrst og fremst stað vegna misskiptingar auðs sem er bein afleiðing pólitískra ákvarðana. Stjórnmálamenn eru meðvitaðir um þessa stöðu og ræða um aðgerðir til að takast á við hana á tyllidögum. Þá skortir hins vegar vilja og þor til að framkvæma þær.