

Þórður Snær Júlíusson
Snjóhengjan er byrjuð að bráðna yfir heimilin
Fasteignabólan er sprungin og verð á íbúðum er nú að lækka að raunvirði. Á sama tíma þurfa þúsundir heimila annaðhvort að færa sig yfir í verðtryggð lán í hárri verðbólgu eða takast á við tvöföldun á greiðslubyrði íbúðalána sinna. Annaðhvort verður það fólk að sætta sig við að eigið fé þess muni étast hratt upp eða að eiga ekki fyrir næstu mánaðamótum.