

Erla Hlynsdóttir
Venjulegir karlmenn
Mennirnir sem nauðguðu Gisèle Pelicot voru ósköp venjulegir menn; hjúkrunarfræðingur, bakari, nágranni hennar. Nauðgararnir eru á aldrinum 26 til 74 ára og margir þeirra sögðust alls ekki vera neinir nauðgarar. Eiginmaður hennar bauð þessum mönnum heim til þeirra til að nauðga henni, nokkuð sem virðist fjarstæðukennt. Engu að síður hafa margar konur hugsað: Þetta gæti komið fyrir mig.












