

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Þegar Bragi brást börnum
Eitt það mikilvægasta sem samfélag getur gert er að vernda börn í viðkvæmri stöðu. Það er algjörlega óásættanlegt að maður sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna þessara barna, forstjóri Barnaverndarstofu, þrýsti á um samskipti barna við föður sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart þeim. Með viðbrögðum sínum sendir ráðherra síðan vítaverð skilaboð til barna sem búa við ofbeldi, þau sömu og börnin hafa fengið heima hjá sér, að þau séu ekki þess verð að mál þeirra séu tekin alvarlega.











