Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Samherjar
Einu sinni höfðu flestir íbúar í miðbænum útsýni yfir hafið. Þar til Skuggahverfið reis á árunum fyrir hrun, háhýsaþyrping með lúxusíbúðum við sjóinn, sem skyggði á útsýnið fyrir alla nema þá sem gátu greitt fyrir það. Þannig varð Skuggahverfið táknmynd vaxandi ójöfnuðar og stéttskiptingar í íslensku samfélagi.