Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
Ásakanir um mútur, fjárkúgun og fjársvik hafa ítrekað komið upp í tengslum við byggingu þriggja stærstu íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar. Verktaki sem fékk milljarða verk hjá Kópavogsbæ greiddi fyrir skemmtiferð maka og embættismanna bæjarins, sem mælt höfðu með tilboði verktakans. Fjársvikakæra gegn honum og starfsmanni bæjarins var felld niður. „Það hefði átt að rannsaka þetta sem mútur,“ segir bæjarfulltrúi og furðar sig á meðferð bæjarstjóra á málinu, sem var ekki einsdæmi.