

Illugi Jökulsson
Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?
Atli Húnakóngur dó á sinni brúðkaupsnótt árið 453. Lengst af hafa menn talið að ótímabær dauði Atla hafi bjargað Rómaveldi og gott ef ekki vestrænni siðmenningu frá hruni, þótt Rómaveldi stæði reyndar aðeins í rúm 20 ár eftir dauða hans. En nú er á kreiki sú kenning að ef Atli hefði lifað hefði Rómaveldi þvert á móti haldið velli. Og saga Evrópu hefði altént orðið allt öðruvísi.