Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
Íslendingar hafa árum saman verið hvattir til þess að skola fernur utan um mjólkurvörur eða ávaxtasafa, brjóta þær svo saman og flokka í pappatunnuna. Þetta hefur verið gert undir því yfirskini að fernurnar séu svo endurunnar. Rannsókn Heimildarinnar sýnir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu.