Varð fyrir hrottalegu ofbeldi gengin 17 vikur með tvíbura
Barnsfaðir Magdalenu Valdemarsdóttur réðst inn til hennar, sló hana og tók kverkataki þegar hún var barnshafandi. Árásin og áreiti af hálfu mannsins ollu Magdalenu áfallastreitu, kvíða og þunglyndi sem hafði það í för með sér að hún sá sig knúna til að láta börnin frá sér í varanlegt fóstur.