Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
Upplýsingar úr fjármálaráðuneytinu styðja ekki þá fullyrðingu Bjarna Benediktssonar að ráðuneytið teldi ríkislögreglustjóra hafa haft heimild til „útfærslu samninga“ sem sagðir eru gjafagjörningar. Í ráðuneytinu voru þvert á móti verulegar efasemdir um að samkomulagið stæðist. Ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu og lögreglustjórar töldu rétt að skoða hvort Haraldur hefði brotið lög.