
„Mér leið eins og pabbi minn hefði dáið nema hvað ég sat uppi með skömmina“
Emma var tíu ára gömul þegar bankað var upp á og henni tilkynnt að faðir hennar hefði verið handtekinn. Næstu árin sat hann í fangelsi en eftir sat hún, uppfull af skömm og sektarkennd sem var ekki hennar. Á meðan hún glímdi við umtal og dóma samfélagsins, þar sem fólk hringdi heim til hennar til að níðast á fjölskyldunni og kennari í menntaskóla kallaði hana aðeins föðurnafninu, reyndi hún allt til að sanna að hún væri góð manneskja.