Þjóðhættir
Þjóðhættir #5941:55

Hunda­menn­ing á Ís­landi

Gestur þáttarins er Ingibjörg Sædís þjóðfræðingur en hún lauk nýverið meistararannsókn sinni í þjóðfræði og beindi þá sjónum sínum að hundamenningu á Íslandi.
· Umsjón: Dag­rún Ósk Jóns­dóttir, Sigurlaug Dagsdóttir

Ingibjörg hefur áður rannsakað gæludýr, eða selskapsdýr eins og hunda og ketti, en í BA rannsókn sinni í heimspeki rannsakaði hún gæladýrahald út frá siðfræðilegu sjónarhorni. 

Í þættinum segir Ingibjörg meðal annars frá hundaskattinum sem settur var á 1859 og var ætlað að stemma stigu við sullaveiki sem algeng var hér á landi. Hún segir einnig frá hundabanninu sem gilti frá 1924-1984 í Reykjavík og fleiri þéttbýlisstöðum á Íslandi, en um þetta ríktu mjög skiptar skoðanir.

Hundamenning, hlutverk hunda og viðhorf okkar til þessara dýra hefur breyst töluvert í gegnum tíðina. Það hvað borgarmenning er ungt fyrirbæri hér á landi hefur einnig áhrif á viðhorf okkar til hundahalds í þéttbýli. 

Ingibjörg hefur einnig gert innslög um íslenska fjárhundinn fyrir Ríkisútvarpið. Innslögin voru hluti af þáttunum Sumarmál árið 2022. Ingibjörg kemur einnig aðeins inn á efni þeirra þátta hér.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
Þjóðhættir #73 · 42:55

Jóla­skammt­ur­inn, laufa­brauð og manda­rínu­át

Færa sig sífellt upp á skaftið
Eitt og annað · 07:07

Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið

Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
Sif · 03:49

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Sjálfbærni og matarhættir
Þjóðhættir #72 · 43:34

Sjálf­bærni og mat­ar­hætt­ir