Úkraínuskýrslan

Norð­ur-Kórea send­ir her­menn til að styðja Rússa

Norður-Kórea er orðinn beinn þátttakendi í stríði Rússa gegn Úkraínu og hefur sent minnst þrjú þúsund hermenn til að berjast við hlið Rússa. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið dræm í besta falli.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Norður-Kórea hefur sent allt að 3.000 hermenn til Rússlands, en óstaðfestar heimildir segja að fjöldinn gæti verið allt að 12.000. Hermennirnir hafa verið settir í nýstofnaða „Búríata herdeild“ þrátt fyrir að vera ekki Búríatar. Það vekur upp spurningar um hvort þetta sé meðvituð villa eða jafnvel kynþáttahyggja, þar sem litið er niður á Búríata í rússnesku samfélagi.

Þetta er veruleg stigmögnun. Hingað til hafa þjóðir eins og Norður-Kórea og Íran ekki tekið beinan þátt í stríðinu - öðruvísi en að senda vopn. Bæði Úkraína og Rússland hafa fengið til liðs við sig erlenda hermenn en það hafa hingað til verið sjálfboðaliðar. Þetta er því fyrsta skiptið þar sem erlend þjóð sendir sína eigin hermenn til berjast við hlið Rússa.

Þó að hæfni einstakra hermanna eigi enn eftir að koma í ljós þá er erfitt að líta framhjá fjöldanum. Ef þeir geta sent nokkur þúsund hermenn núna, hvað stöðvar þá í að senda hundrað þúsund á morgun? Varaforðinn er mikill, með um 1,3 milljónir starfandi hermanna í Norður-Kóreska hernum, sem deilir fjórða sæti með Rússum yfir fjölmennustu heri heims. Það fer reyndar eftir því hvaða dagur er hjá Rússum.

Rússar hafa sagt að norður-kóresku hermennirnir séu eingöngu friðargæsluliðar og að engin áætlun sé um að senda þá til Úkraínu. Það skiptir litlu máli hvort þeir séu í Rússlandi eða Úkraínu, hvort að þeir séu kallaðir friðargæsluliðar, hermenn eða pelíkanar. Þetta er önnur þjóð að taka beinan þátt í stríðinu - punktur, basta.

Viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið dræm í besta falli. Það kemur ekki á óvart, miðað við að lítið var gert þegar íranskir drónar réðust á orkunetið, þegar norður-kóreskar skotflaugar voru notaðar í stríðinu, og þegar það var sannað að kínverskir framleiðendur væru að útvega Rússum sérhæfða íhluti til vopnaframleiðslu. Við erum nú að horfa upp á þrjár kjarnorkuþjóðir taka beinan eða óbeinan þátt í stríði á meginlandi Evrópu, gegn þjóð án kjarnavopna. Enginn virðist tilbúinn að koma henni til varnar - að minnsta kosti ekki með beinum hætti.

Betri auglýsingu fyrir að koma sér upp kjarnavopnum er erfitt að finna og eflaust eru einræðisherrar og herstjórnir heimsins að fylgjast vel með næstu skrefum alþjóðasamfélagsins.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta sýnir okkur íslendingum sem höfum ekki her í landinu. Þessi för Kóreska hermanna ber vitni um að einræðisherraann í Kóregu hikar ekki við að senda þúsundir hermanna til Rússlands til að deyja þar til að þóknast Pútín og Kim. Þeim er nákvæmlega sama um líf þessara manna.

    En þetta gera yfirvöld í öllum herveldum heimsins bæði stór og voldug og einnig undirsátar lítilla landa. Fjöldi ungra manna og reyndar oft drengja eru sendir á einhverja vígvelli. Allir hafa þeir einhverjar skýringar á takteinum. Tilgangurinn er alltaf sú sama.
    1
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Það myndi sennilega vekja sterkari viðbrögð ef Norðu Kóresku hermennirnir væru í Íran og væru til að styrkja Hizbolla eða Hamas. Það er líka sterk tilfinning í Austur Evrópu í dag að Slavar séu álitnir annars flokks í vestrinu og það megi fórna þeim þegar hentar. Þetta var mín tilfinning þegar ég var síðast í Póllandi , og það sorglega er að þetta er sennilega rétt hjá þeim. Þetta er eitthvað sem ég skil ekki en ég ann líka Austur Evrópu meira en vestrinu, maður þarf bara að læra að skilja þessi samfélög . Þau eru svo uppfull af sögu, stórum tilfinningum og oft kaótík en samt svo yndisleg líka.
      1
      Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
      Káti kóngurinn og dapra drottningin
      Flækjusagan · 11:30

      Káti kóng­ur­inn og dapra drottn­ing­in

      „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“
      Móðursýkiskastið #5 · 43:59

      „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist“

      Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
      Samtal við samfélagið #8 · 1:00:00

      Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

      Hvað hefði Jesú gert?
      Flækjusagan · 13:48

      Hvað hefði Jesú gert?