Úkraínuskýrslan

Svona virka loft­árás­ir Rússa

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og blaðamaður, flytur pistla úr stríðinu í Úkraínu, þar sem hann er búsettur.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Í marsmánuði jók Rússland verulega hernaðarárásir sínar á Úkraínu, sendi yfir 400 eldflaugar og 600 dróna sem aðallega beindust að innviðum og öðrum borgaralegum skotmörkum. Tala látinna og slasaðra nemur hundruðum og það undirstrikar mikilvægi þess að auka loftvarna Úkraínu, sem náðu að stöðva um 70% af þessum árásum.

Rússland sendi bæði stýriflaugar, hátæknilegar flaugar með þróaðri tækni til að sneiða framhjá loftvörnum og svo skotflaugar sem fylgja hárri bogabraut og ná ógnarhraða, allt að tíföldum hljóðhraða. Loftvarnir eru yfirleitt hannaðar til þess að gera útaf við stýriflaugar og þau þróuðu kerfi sem Úkraína hefur fengið frá bandamönnum nær yfirleitt að vinna á þeim – ef þær hafa skotfæri.

Það er allt annar handleggur þegar skotflaugum, þar gera hefðbundnar loftvarnir gera lítið gang. Aðeins bandaríska Patriot-kerfið nær að stöðva skotflaugar er þær falla niður á ógnarhraða að skotmörkum sínum hér í Úkraínu.

Framleiðslugeta vesturvelda á skotfærum í það kerfi er mjög takmörkuð sem ætti að valda ugg fyrir Evrópu, því flest ríki sambandsins reiða sig á Patriot kerfið sem þeirra helsta vörn gegn skotflaugum.

Rússland hefur fengið langdræga dróna og skotflaugar frá Íran og 7000 gáma af hinum ýmsu skotfærum frá norður kóreu til að fylla vopnabúr sitt og ekki eru nein teikn á lofti um að vopnabirgðir þeirra séu í hættu á að klárast á næstunni.

Á sama tíma hefur aðstoð til Úkraínu verið sein að berast, takmörkuð og varfærnisleg og skotfæra skortur hefur einkennt stöðuna á vígvellinum síðustu mánuði.

Í Úkraínuskýrslu vikunnar fer ég yfir þau mál og meira til. Stríð er jú háð með vopnum og það er nauðsynlegt að tala um þau til þess að almenningur fái heildræna mynd af því hvernig stríðið er að þróast og að átökin séu alls ekki einskorðuð við landamæri Úkraínu þó að hörmungarnar séu geymdar þar að mestu eins og er.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Grétar Reynisson - þetta var barnaleg og einföld athugasemd. Rússar og Úkraínumenn voru við það að semja um frið og það var hin fræga Minsk-samþykkt. Þá kom trúður frá Bretlandi og setti allt í loft upp. Sá trúður er núna farinn af leiksviðinu og nýjir teknir við. Það er ekki mögulegt að Úkraínumenn geti nokkru sinni unnið þessi átök. Eina sem er hægt er að semja um frið - strax!
    -3
    • Tjörvi Schiöth skrifaði
      "og það undirstrikar mikilvægi þess að auka loftvarnir Úkraínu"

      Undirstrikar það ekki frekar mikilvægi þess að semja um frið sem fyrst og bjarga Úkraínu frá tortímingu?
      -2
      • Grétar Reynisson skrifaði
        Sumar þjóðir sömdu um „frið” við Hitler og hyski hans með þessum rökum.
        4
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
    Skýrt #5 · 01:51

    Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

    Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
    Á vettvangi · 02:20

    Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

    Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
    Pod blessi Ísland #5 · 56:47

    For­skot á þing­sæta­spá: Hverj­ir eru lík­leg­ir á þing?

    Náttúran, stofnfrumur og minjar og minningar í Grindavík
    Þjóðhættir #56 · 36:57

    Nátt­úr­an, stofn­frum­ur og minj­ar og minn­ing­ar í Grinda­vík