Pressa
Pressa #2050:51

Bar­ist í bökk­um vel­ferð­ar­sam­fé­lags

Í 20. þætti af Pressu verður fjallað um versnandi fjárhagsstöðu fjölda heimila á Íslandi og hvað sé til ráða. Ýmsar kannanir hafa að undanförnu sýnt að byrðar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjögur af hverjum tíu sem eru á vinnumarkaði erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu öryrkjum búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt.
· Umsjón: Margrét Marteinsdóttir

Ívikunni voru birtar niðurstöður tveggja kannana sem sýna að byrðar ýmissa þjóðfélagshópa eru að þyngjast. Í  mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á dögunum kemur meðal annars fram að leiguverð hafi hækkað hratt umfram almennt verðlag. Þá segir í könnun sem Maskína gerði fyrir Viðreisn að verðbólga og háir vextir hafi mikil eða mjög mikil áhrif á heimilisbókhaldið hjá 70% þjóðarinnar. 

Kannanir Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, hafa einnig sýnt að það fjölgar hægt og bítandi í hópi þeirra sem berjast í bökkum. Í mars greindi Varða frá því að fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eigi erfitt með að ná endum saman og að ellefu prósent launafólks búi við skort á efnislegum gæðum. Staða foreldra hafi versnað milli ára þannig að hærra hlutfall þeirra hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. 

Þá sýndu niðurstöður könnunar Vörðu á stöðu fatlaðs fólks að tæplega tveir af hverjum tíu þeirra búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt. Staða sem var verri í lok árs í fyrra en árið á undan.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að greiðslum til örorkulífeyriskerfisins verði frestað til haustsins 2025.  Frestunin lækkar þær greiðslur sem öryrkjar hefðu annars fengið á næsta ári um 10,1 milljarð króna. 

Rætt verður um þessi mál í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar og Bryndís Haraldsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, sem situr meðal annars í velferðarnefnd, setjast við umræðuborðið ásamt Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu, en hún mun fara yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir um stöðu launafólks og stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. 

Pressa er send út í beinni útsendingu alla föstudaga klukkan 12.00 á Heimildin.is.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
    Samtal við samfélagið #8 · 1:00:00

    Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

    Hvað hefði Jesú gert?
    Flækjusagan · 13:48

    Hvað hefði Jesú gert?

    Tólf ára fangelsi fyrir fjársvik
    Eitt og annað · 08:45

    Tólf ára fang­elsi fyr­ir fjár­svik

    „Assad er í hópi þeirra sem eiga flesta óvini í veröldinni“
    Eitt og annað · 08:33

    „Assad er í hópi þeirra sem eiga flesta óvini í ver­öld­inni“