Pressa
Pressa #1638:37

Pressa #16: Kjara­samn­ing­ar krufð­ir og rýnt í gos­lok

Hvaða þýðingu hafa nýgerðir kjarasamningar fyrir fólkið í landinu? Aðstoðarframkvæmdastjóri SA og sérfræðingur Eflingar svara spurningum í Pressu um kjarasamningana sem hafa verið undirritaðir, sem eiga að gilda fram til ársins 2028. Í síðari hluta þáttar verðum sjónum beint að jarðhræringum á Reykjanesi.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi, ræða nýgerða kjarasamninga fyrir þorra launafólks á Íslandi í Pressu. 

Samningarnir eru til langs tíma og gilda út janúar árið 2028. Auk ýmissa hefðbundinna breytinga, svo sem á launataxta, voru ríkar kröfur og skyldur lagðar á aðra en atvinnurekendur og launafólk við samningagerðina. Samkvæmt stjórnarráðinu er heildarumfang loforða stjórnvalda allt að 80 milljarðar króna á samningstímanum. Til dæmis samþykktu stjórnvöld að hækka barnabætur og gera skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Sitt sýnist þó hverjum um síðarnefndu ráðstöfunina og sætir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga harðri gagnrýni frá Sjálfstæðisfólki á sveitarstjórnarstiginu fyrir það og óvíst hvort þetta nái fram að ganga í haust, eins og gert er ráð fyrir. 

Í síðari hluta þáttarins sest svo Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur við umræðuborðið og fer yfir spá sína og Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um mögulega tímalínu lokaumbrota við Grindavík. 

Þátturinn er sendur út í beinu streymi á vef Heimildarinnar alla föstudaga klukkan 12.00. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Ég er að leggja allt undir“
    Formannaviðtöl #6 · 1:11:00

    „Ég er að leggja allt und­ir“

    Tími jaðranna er ekki núna
    Formannaviðtöl #7 · 41:36

    Tími jaðr­anna er ekki núna

    Þegar Ventidíus hefði getað sigrað heiminn
    Flækjusagan · 15:22

    Þeg­ar Ventidíus hefði getað sigr­að heim­inn

    Níu þúsund milljarðar í flóðavarnir
    Eitt og annað · 06:49

    Níu þús­und millj­arð­ar í flóða­varn­ir