Pressa
Pressa #6

Pressa 6. þátt­ur

Vaxandi ójöfnuður í Reykjavík og aðskilnaður milli lágtekjuhópa annars vegar og millitekju- og hátekjufólks hinsvegar verður til umræðu í Pressu í dag. Ný rannsókn sem sýnir það var birt í morgun. Einnig er rætt við systkini frá Palestínu sem misstu flesta sína nánustu ættingja í sprengjuárás á Gaza. Þau eru bæði komin með íslenskan ríkisborgararétt og flytja heim til Íslands í dag.
· Umsjón: Margrét Marteinsdóttir

Í fyrri hluta Pressu verður fjallað um ójöfnuður sem er að aukast milli hverfa á Höfuðborgarsvæðinu. Ný rannsókn sem birt var í morgun sýnir þetta og margt fleira varðandi ójöfnuð í borginni. 

Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við Félagsráðgjafadeild HÍ kemur í þáttinn en hann gerði rannsóknina. Einnig koma þær Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við HÍ sem hefur rannsakað ójöfnuð í heilsu í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi.

Þá er rætt við nokkra íbúa á tveimur ólíkum tekjusvæðum; Hólunum í Breiðholti og Garðabæ.

Í síðari hluta þáttarins verður sýnt viðtal við systkinin Asil Al Masri og Suleiman Al Masri sem eru fædd og uppalin í Palestínu en þau koma til Íslands í dag. Þau misstu foreldra sýna, systur og barnungan systurson í árás Ísraelshers á Gaza í október og Asil slasaðist mjög alvarlega í árásinni. Þau eru bæði komin með ríkisborgararétt á Íslandi og hittust í fyrsta sinn í sex ár fyrir skömmu.

Systkinin voru í Belgíu þegar Pressa náði tali af þeim þar sem þau voru að undirbúa ferðalagið heim til Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
    Skýrt #5 · 01:51

    Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

    Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
    Á vettvangi · 02:20

    Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

    Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
    Pod blessi Ísland #5 · 56:47

    For­skot á þing­sæta­spá: Hverj­ir eru lík­leg­ir á þing?

    Náttúran, stofnfrumur og minjar og minningar í Grindavík
    Þjóðhættir #56 · 36:57

    Nátt­úr­an, stofn­frum­ur og minj­ar og minn­ing­ar í Grinda­vík