Pressa #4
Pressa: Fátæk börn á Íslandi
Fátækt grefur undan geðheilsu fólks, það sér Elín Ebba Ásmundsdóttir daglega í sínu starfi og segir að grunnmeinsemdin sé fátækt. Hún er framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar en hún hefur starfað að geðheilbrigðismálum í fjörutíu ár. Þær Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins koma einnig í þáttinn. Eins er rætt við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Athugasemdir (4)