Umræðum í þættinum verður skipt í fernt eftir þeman og verður því töluverður gestagangur við umræðuborðið.
Við byrjum á viðtali við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara sem frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur skrásett átökin fyrir Heimildina. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sest við umræðuborðið og fer yfir þessi átök sem og árásir Ísraelshers á Gasa-ströndina, þar sem þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið á undanförnum vikum.
Í næsta hluta verður sjónum beint að stríðinu við vexti og verðbólgu. Við umræðuborðið setjast þau Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar og doktor í fjármálum.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, ræðir svo um náttúrvár ársins en Grindvíkingar hafa ekki getað sofið á heimilum sínum í margar vikur vegna eldgosahættu í bænum.
Undir lok þáttar ræðum við svo menningarstríðið við þau Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, og doktorsnemann Bergsvein Ólafsson, sem hefur náð að fanga athygli ungra manna með hugmyndum sínum um samfélagið.
Athugasemdir