Pressa
Pressa #5

Pressa: Ár­ið gert upp

Árið 2023 er gert upp með aðstoð skeleggra viðmælenda úr ólíkum áttum. Árið einkenndist af átökum og stríðum, hvort sem var eiginlegum líkt og í Úkraínu og á Gaza, eða óáþreifanlegum eins og við verðbólguna, við náttúruöflin í landinu og menningarstríðið sem hefur magnast upp á árinu.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson

Umræðum í þættinum verður skipt í fernt eftir þeman og verður því töluverður gestagangur við umræðuborðið.

Við byrjum á viðtali við Óskar Hallgrímsson ljósmyndara sem frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur skrásett átökin fyrir Heimildina. Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur sest við umræðuborðið og fer yfir þessi átök sem og árásir Ísraelshers á Gasa-ströndina, þar sem þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið á undanförnum vikum. 

Í næsta hluta verður sjónum beint að stríðinu við vexti og verðbólgu. Við umræðuborðið setjast þau Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar og doktor í fjármálum. 

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, ræðir svo um náttúrvár ársins en Grindvíkingar hafa ekki getað sofið á heimilum sínum í margar vikur vegna eldgosahættu í bænum. 

Undir lok þáttar ræðum við svo menningarstríðið við þau Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, og doktorsnemann Bergsvein Ólafsson, sem hefur náð að fanga athygli ungra manna með hugmyndum sínum um samfélagið. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Umbúðir stjórnmálanna
    Sif · 05:55

    Um­búð­ir stjórn­mál­anna

    Draumar, huldufólk og rökkrin: Þjóðsagnir íslenskra kvenna
    Þjóðhættir #64 · 42:11

    Draum­ar, huldu­fólk og rökkrin: Þjóð­sagn­ir ís­lenskra kvenna

    Ójöfnuður í menntun: Framtíðarsýn og áskoranir innflytjenda í atvinnumálum
    Samtal við samfélagið #10 · 53:40

    Ójöfn­uð­ur í mennt­un: Fram­tíð­ar­sýn og áskor­an­ir inn­flytj­enda í at­vinnu­mál­um

    Friðarviðræður í Tyrklandi
    Úkraínuskýrslan #28 · 10:47

    Frið­ar­við­ræð­ur í Tyrklandi