Samtal við samfélagið #655:41
Prófessor í íslensku fangelsi
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands ræðir við Francis Pakes, prófessor í afbrotafræði við háskólann í Portsmouth í Englandi. Francis og Helgi hafa lengi átt í samstarfi um afbrotafræðileg málefni einkum málefni fangelsa. Dagana á undan þessu samtali heimsóttu þeir fangelsi hér á landi og kynntu sér aðstæður og tóku viðtöl við bæði starfsfólk og fanga. Jafnframt sóttu þeir heim áfangaheimilið Vernd og Batahúsið og kynntu sér starfsemina auk þess að ræða við yfirvöld fangelsismála og lögreglunnar. Í spjallinu ræða þeir hvað bar fyrir augu og eyru í þessari vettvangskönnun.
Fyrir nokkrum árum dvaldi Francis eina viku á Kvíabryggju og aðra viku á Sogni í
rannsóknarskyni. Hann tók viðtöl við bæði fanga og starfsfólk og í spjallinu lýsir Francis
upplifuninni að verja tímanum á þessum tveimur stöðum. Í framhaldi taka þeir fyrir
rannsóknir á ástæðum afbrota og hvað einkennir einna helst þau sem ítrekað brjóta af sér og
koma aftur og aftur í fangelsi – og hvað gera þurfi til að snúa þessari óheillaþróun við. Í lokin
ræða þeir áætlanir um framtíðarverkefni sín einkum strok úr fangelsi.
Athugasemdir