Samtal við samfélagið

Pró­fess­or í ís­lensku fang­elsi

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands ræðir við Francis Pakes, prófessor í afbrotafræði við háskólann í Portsmouth í Englandi. Francis og Helgi hafa lengi átt í samstarfi um afbrotafræðileg málefni einkum málefni fangelsa. Dagana á undan þessu samtali heimsóttu þeir fangelsi hér á landi og kynntu sér aðstæður og tóku viðtöl við bæði starfsfólk og fanga. Jafnframt sóttu þeir heim áfangaheimilið Vernd og Batahúsið og kynntu sér starfsemina auk þess að ræða við yfirvöld fangelsismála og lögreglunnar. Í spjallinu ræða þeir hvað bar fyrir augu og eyru í þessari vettvangskönnun. Fyrir nokkrum árum dvaldi Francis eina viku á Kvíabryggju og aðra viku á Sogni í rannsóknarskyni. Hann tók viðtöl við bæði fanga og starfsfólk og í spjallinu lýsir Francis upplifuninni að verja tímanum á þessum tveimur stöðum. Í framhaldi taka þeir fyrir rannsóknir á ástæðum afbrota og hvað einkennir einna helst þau sem ítrekað brjóta af sér og koma aftur og aftur í fangelsi – og hvað gera þurfi til að snúa þessari óheillaþróun við. Í lokin ræða þeir áætlanir um framtíðarverkefni sín einkum strok úr fangelsi.
· Umsjón: Helgi Gunnlaugsson, Kjartan Páll Sveinsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“
    Móðursýkiskastið #4 · 31:40

    „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma“

    „Bullshit“ jól
    Sif · 05:42

    „Bulls­hit“ jól

    Valkyrjur Stefáns Ingvars
    Tuð blessi Ísland #8 · 1:03:00

    Val­kyrj­ur Stef­áns Ingvars

    Á vettvangi einmanaleikans
    Á vettvangi: Einmanaleiki · 1:06:00

    Á vett­vangi ein­mana­leik­ans