Þáttur21:48
Jói lá í dái í níu daga á bandarískum spítala
„Málstol er þannig að ég tala skringilega en í heilanum, þá bara, er allt „perfect“ og ég tala „perfect“ rétt þar,“ segir Jóhannes Hrefnuson Karlsson. Fyrir átta mánuðum lá hann í dái á spítala í Virginínu vegna streptókokkasýkingar í heila. Hann var í dái í níu daga eftir að hann gekkst undir aðgerð á heila. Hans helsta áskorun í endurhæfingunni er málstol sem hann tekst á við af miklu æðruleysi. Jói er fær blöðrulistamaður og finnst gaman að gleðja aðra og horfir björtum augum til framtíðar.
Athugasemdir