01:21
„Ég er ekki að múta mönnum"
Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, segir að Leó Árnason fjárfestir hafi lagt fram tilboð um fjárhagslegan stuðning við Miðflokkinn á fundi árið 2020. Í staðinn hafi Miðflokkurinn í Árborg átt að vinna að því að sveitarfélagið hætti við að kaupa hús Landsbankans á Selfossi. Leó segir að hann hafi oft hjálpað stjórnmálamönnum úr ýmsum flokkum en að hann hafi aldrei ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn. Í myndbandinu má heyra upplifanir og útskýringar þeirra Tómasar og Léos á fundinum.
Athugasemdir (1)