Karlmennskan, hlaðvarp

„Hinseg­in­leik­inn minn tromp­ar það ekki að ég sé barn“ Hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in - Hrefna, Nóam og Tinni

Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er fyrir öll ungmenni á aldrinum 10-17 ára sem eru hinsegin eða tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt. Markmið starfseminnar er að vinna mark­visst að því að bæta lýð­heilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn for­dóm­um, mis­munun og ein­elti sem bein­ist gegn hinsegin börnum í skóla og frí­stunda­starf­i. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona félagsmiðstöðvarinnar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tekið virkan þátt í starfinu frá 13 ára aldri segja okkur frá reynslu sinni og upplifun, veita innsýn í reynsluheim hinsegin barna og ungmenna og hvaða þýðingu hinsegin félagsmiðstöðin hefur fyrir þá. Hrefna lýsir sínum innri átökum við að taka að sér starf forstöðukonu félagsmiðstöðvarinnar og hvernig mætingin fór úr 10-15 börnum í 120 á hverja opnun. Þrátt fyrir blómlegt starf þá telja Tinni og Nóam að unglingar í dag séu jafnvel fordómafyllri en ungmenni og rekja það til áhrifa samfélagsmiðla og bakslags í baráttu hinsegin fólks. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Keisaraynjan sem hvarf
    Flækjusagan · 12:19

    Keis­araynj­an sem hvarf

    Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
    Eitt og annað · 07:09

    Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

    Nauðgunargengi norðursins
    Sif · 06:53

    Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

    Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
    Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

    Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um