Karlmennskan, hlaðvarp #1031:05:00
„Hljómar eins og ég sé the bad guy“ - Kaupandi vændis
Kaupendur vændis eru duldir og í raun fjarverandi í umræðu um vændi og kynlífsvinnu. Átökin í orðræðu hafa að mestu hverfst um hugtök og nálganir er snýr að löggjöf í kringum vændi eða kynlífsvinnu og þá borin uppi af fólki sem almennt er sammála um að samfélagsgerð lituð af feðraveldi, karllægni, misskiptingu og fátækt geti ekki talist gott samfélag.
Í þessum þætti leitast ég hinsvegar við að varpa ljósi á viðhorf kaupenda vændis eða kynlífsþjónustu og þá sérstaklega hvernig virðing kaupenda fyrir þeim sem þeir kaupa „þjónustuna“ af birtist í orðræðu þeirra. Leitast ég við að teikna upp á viðtal við einn kaupanda vændis og set hans frásögn í stærra samhengi, ýmist við aðra kaupendur vændis og samfélagsgerðina.
Niðurstaðan í stuttu máli er sú að löggjöfin er ekki fráhrindandi fyrir kaupendur vændis heldur gera kaupin jafnvel meira spennandi. Kaupendur telja aðstæður, vilja og tilfinningar kvenna, jafnvel þótt þær virðast þolendur mansals, ekki koma sér við og í orðræðu þeirra má finna stæka kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Þeir telja vændi vera þjónustu sem þeir gera tilkall til, algjörlega óháð aðstæðum eða afleiðingum á seljendur.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarson
Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
Athugasemdir